Franski framherjinn, David Trezeguet, hefur hrist af sér smávægileg meiðsli og er byrjaður að æfa með Juventus á nýjan leik.
Trezeguet skráði sig í sögubækur Juve um síðustu þegar hann jafnaði markamet Omar Sivori en þeir hafa báðir skorað 167 mörk fyrir Juve.
Ciro Ferrara verður ánægður að sjá Trezeguet á æfingu enda vantar fjölmarga leikmenn á æfingasvæðið þar sem það er landsleikjahlé þessa dagana.