Forráðamenn Barcelona sögðu Sky fréttastofunni í morgun að engin tilboð hefðu borist í miðjumanninn Yaya Toure. Hann hefur verið orðaður við Manchester City undanfarna daga.
Toure hefur líka verið orðaður við Juventus og Arsenal.
Þá sagði Mark Hughes stjóri City að ekkert væri til í að City hefði boðið í Carlos Tevez hjá Manchester United eins og haldið var fram í breskum blöðum í morgun.