Þakklátur læknum 21. apríl 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórnmálamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félagslegra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað málefnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlfúðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upplifun fyrir mann sem varið hefur starfsævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreytingar hafa margir misst spón úr aski - því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvssu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft samband við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfsanda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórnmálamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félagslegra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað málefnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlfúðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upplifun fyrir mann sem varið hefur starfsævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreytingar hafa margir misst spón úr aski - því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvssu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft samband við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfsanda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun