Zlatan Ibrahimovic skoraði í öðrum leiknum í röð með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-0 sigur á Getafe og fór á toppinn. Lionel Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið.
Ibrahimovic skoraði einnig í fyrsta deildarleiknum sínum með Barcelona og hefur því farið mjög vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur er síðan á móti hans gömlu félögum í Inter í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með innkomu þeirra Messi og Andres Iniesta sem komi inn á sem varamenn í síðari hálfleik og breyttu leiknum. Guardiola hrósaði líka Úkraínumanninum Dmytro Chygrynskiy sem lék sinn fyrsta leik með spænsku meisturunum.
Zlatan skoraði markið sitt á 65.mínútu leiksins eftir fyrirgjöf Eric Abidal en Messi skoraði sitt mark eftir skyndisókn á 78. mínútu.