Forráðamenn ítalska félagsins Sampdoria hafa hafnað fréttum þess efnis að Rússinn Roman Abramovich sé við það að kaupa félagið. Rússinn er einnig eigandi Chelsea.
Forráðamenn Sampdoria voru fljótir að bregðast við eftir að fréttin fór í loftið og sendu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að fréttin væri ekki sönn og ætti sér enga stoð í raunveruleikanum.
Félagið segir einnig að það standi ekki til að selja það.