Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta 24. apríl 2009 15:41 Vefur Samfylkingarinnar er verstur af öllum vefjum stjórnmálaflokkanna. Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006. Kosningar 2009 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006.
Kosningar 2009 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira