Viðskipti erlent

Samningur Bermúda og Norðurlandanna gleður OECD

Samningur Bermúda við Norðurlöndin, þar á meðal Íslands, um skipti á upplýsingum til að koma í veg fyrir skattsvik hefur vakið gleði hjá OECD. Samtökin segja að þetta sé enn eitt skrefið til að styrkja alþjóðlega viðleitni þeirra til að setja samræmda stefnu í þessu málum.

Á vefsíðunni lowtax.net er rætt við Jeffery Owens forstjóra OECD á sviði skattastefnu og stjórnunnar samtakanna. Owens segir að Bermúda sé mikilvæg fjármálamiðstöð sem hefur skipað mikilvægan sess við að þróa reglur sem allar aðrar fjármálamiðstöðvar hafa nú tekið upp.

„Ég er mjög ánægður með að Bermúda hefur nú tekið enn eitt skrefið í að koma þessum reglum í framkvæmd," segir Owens. „Ég er fullviss um að landið vilji koma á þessum reglum í heild sinni og að fleiri samningar muni fylgja í kjölfarið."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×