Viðskipti erlent

Brytinn Jeeves snýr aftur í netheima

Leitarvélin Ask.com hefur verið uppfærð og er brytinn Jeeves aftur snúinn til netheima. Jeeves, þekkt persóna úr sjónvarpsþáttunum Woster & Jeeves, var/er eitt af opinberum andlitum leitarvélarinnar.

Ask Jeeves var um árabil mjög vinsæll þáttur í netþjónustu Ask.com þar til hann var sleginn af fyrir þremur árum síðan. Hægt var að senda inn spurningar í heilu lagi og fá svar við þeim í stað þess að notast við stikkorð eins og t.d. hjá Google og Yahoo.

Ask.com hefur nú vakið Jeeves úr dái á Bretlandseyjum og mikil auglýsingaherferð er í gangi þar í landi til að kynna endurkomu brytans sem er hugverk rithöfundarins P.G. Wodehouse.

Að auki hefur Ask Jeeves verið komið fyrir á Facebook síðunni þar sem hægt er að beina spurningum til hans. Og að auki fylgjast með myndum sem hann setur inn á síðuna úr ferðum sínum um heiminn þar sem leitað hefur verið svara frá honum.

Ask er fjórða mest notaða leitarsíðan í Bandaríkjunum á eftir Google, Yahoo og Microsoft með um 3,8% hlutdeild af markaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×