Gréta Ingþórsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins af Andra Óttarssyni, en Andri tilkynnti um starfslok sín í dag. Gréta hefur verið ráðin fram yfir kosningar.
Gréta var aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra frá árinu 2007 til ársins 2009. Hún var áður framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna.
