Bayern München vann í dag 5-2 sigur á botnliði Herthu Berlínar í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þeir Daniel van Buyten, Mario Gomez, Arjen Robben og Thomas Müller komu Bayern í 4-0 á fyrstu 60 mínútum leiksins.
Adrian Ramos náði svo að klóra í bakkann fyrir gestina en Ivica Olic skoraði þá fimmta mark Bæjara. Raffael skoraði svo annað mark Herthu í blálok leiksins.
Bayern er í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Leverkusen sem vann Gladbach í dag, 3-2.
Meistarar Wolfsburg eru hins vegar í áttunda sætinu en liðið gerði 2-2 jafntefli við Frankfurt á útivelli.
Schalke er í öðru sæti með 34 stig en liðið vann Mainz í gærkvöldi, 1-0.
Úrslit dagsins:
Hannover - Bochum 2-3
Leverkusen - Gladbach 3-2
Dortmund - Freiburg 1-0
Bayern - Hertha 5-2
Frankfurt - Wolfsburg 2-2