Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt. Cleveland Cavaliers vann enn einn heimasigurinn þegar San Antonio kom í heimsókn. LA Lakers vann nauman sigur í borgarslagnum í Los Angeles.
Eftir tvo tapleiki í röð setti Cleveland í gírinn á nýjan leik á heimavelli í nótt og rúllaði yfir San Antonio Spurs, 101-81. LeBron James skoraði 38 stig og þar af 18 í fyrsta leikhluta.
Cleveland var niðurlægt í Orlando á föstudag er það tapaði með 29 stiga mun. Það tap kom degi á eftir öðru niðurlægjandi tapi gegn slöku liði Washington.
Heima er best á aftur á móti vel við Cleveland sem er 37-1 á heimavelli og leikmenn liðsins rifu sig heldur betur upp á afturendanum í gær.
„Við spiluðum ekki Cavaliers-körfubolta í síðustu leikjum og vorum niðurlægðir. Að koma heim og spila svo fínan leik var gott merki," sagði LeBron James.
Cleveland er með besta árangurinn í deildinni. LA Lakers kemur einum leik á eftir en litlu munaði að liðið missti unnin leik úr höndunum á sér gegn Clippers í nótt.
Lakers leiddi með 19 stigum í fjórða leikhluta en gaf allt of mikið eftir í fjórða leikhluta en slapp með skrekkinn og þriggja stiga sigur. Phil Jackson, þjálfara Lakers, var svo misboðið eftir leikinn að hann neitaði að gefa viðtöl.
Kobe Bryant og Lamar Odom skoruðu 18 stig fyrir Lakers.
Úrslit næturinnar:
Cleveland-San Antonio 101-81
Dallas-Phoenix 140-116
Toronto-NY Knicks 103-112
Detroit-Charlotte 104-97
Oklahoma-Indiana 99-117
Minnesota-Denver 87-110
Houston-Portland 102-88
New Orleans-Utah 94-108
NJ Nets-Philadelphia 96-67
Sacramento-Golden State 100-105
Lakers-Clippers 88-85