Real Madrid-goðsögnin er sagður vera að bræða það með sér að leggja skóna a hilluna næsta sumar. Hann er sagður vilja hætta áður en hann verður lítið annað en varamaður.
Að því er fram kemur í El Mundo Deportivo hefur Raul meiri áhuga á því að hætta á toppnum en reyna fyrir sér hjá öðru félagi.
Raul verður 33 ára gamall í lok leiktíðar en hann hefur skorað flest mörk í sögu Real Madrid.