Ekki drepa málum á dreif Jón Sigurðsson skrifar 23. október 2009 06:00 Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun