Enn fækkar í Frjálslynda flokknum 23. mars 2009 11:22 Ásgerður Jóna Flosadóttir. Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19