Pedro Rodriguez er nú orðinn fullgildur meðlimur aðalliðs Barcelona eftir að hann skrifaði undir atvinnumannasamning hjá félaginu í dag.
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hafði greint frá því í æfingaferð liðsiins í Bandaríkjunum að hann vildi fá Pedro í aðalliðshópinn. Hann hefur undanfarin ár spilað með varaliðinu en lék sinn fyrsta leik í aðalliðinu á síðasta tímabili.
Meðal annars kom hann inn á sem varamaður í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor, gegn Manchester United.
Pedro er 22 ára gamall og samdi við Barcelona til loka tímabilsins 2014. Það er klásúla í hans samningi sem heimilar honum að fara annað berist Barcelona tilboð upp á 75 milljónir evra.
Hann gekk í raðir Barcelona frá CD San Isidro árið 2004.