Samkvæmt spænska dagblaðinu Sport hefur argenínski snillingurinn Lionel Messi hjá Barcelona nú samþykkt nýjan samning sem mun halda honum á Nývangi til ársins 2016 en hann mun í þokkabót verða hæst launaðasti leikmaður félagsins.
Í samningnum ku hins vegar klausa þar sem félögum gefst kostur á að kaupa upp samning kappans á litlar 250 milljónir evra. Fyrri samningur Messi átti að renna út árið 2014 en vaxandi áhugi á leikmanninum frá ítölsku stórliðunum AC Milan og Inter mun hafa rekið forráðamenn Barcelona að samningaborðinu.
Það er ef til vill óþarfa stress í Börsungum þar sem leikmaðurinn sjálfur hefur margsinnis tekið fram að hann vilji vera hjá Barcelona þangað til ferli sínum lýkur.