Massimo Moratti forseti Ítalíumeistara Inter staðfesti í samtali við Gazzetta dello Sport að Portúgalarnir Deco og Ricardo Carvalho væru á óskalista félagsins og eitthvað myndi jafnvel gerast í þeim málum á næstu dögum.
Þá er hinn ungi og efnilegi Marko Arnautovic á leiðinni til Inter frá Twente í Hollandi. En Inter var þegar búið að tryggja sér þjónustu Thiago Motta og Diego Milito fyrr í sumar.
Moratti býst jafnfram við því að Zlatan Ibrahimovic og Maicon verði áfram í herbúðum félagsins.
Margir leikmenn eru hins vegar sagðir vera á förum frá félaginu en samkvæmt Gazzetta dello Sport þá munu Nicolas Burdisso, Hernan Crespo, Julio Cruz, Luis Jimenez, Patrick Vieira, Mancini, Victor Nsofor Obinna og Francesco Bolzoni allir yfirgefa félagið í sumar.