Tvær leiðir Guðmundur Steingrímsson skrifar 21. mars 2009 00:01 Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Út úr þessum ógöngum virðast vera tvær leiðir. Önnur leiðin snýst um greiðsluaðlögun, þar sem fólki er gefinn kostur á að lengja í lánunum, eða að borga bara vexti eða eitthvað slíkt. Allt eftir hentugleik. Svona aðlögun hefur vissulega ýmsa kosti. Hún lækkar greiðslubyrðina og getur hjálpað fólki að lifa sómasamlega frá degi til dags, en þegar öllu er á botninn hvolft verður þó tilveran líklega jafnnöturleg og áður. Höfuðstóllinn minnkar varla neitt. Svona greiðsluaðlögun gerir skuldafangelsið kannski aðeins meira kósí. Og þó. Það er spurning. Margir dæsa vafalítið við tilhugsunina um að velta á undan sér höfuðstól alla ævi, ofan í gröf, og puða allt sitt líf upp í vextina. Þá finnst örugglega mörgum betra að skila lyklunum í bankann, fara á leigumarkað eða einfaldlega flytja af landi brott. Hin leiðin er þess eðlis að Jóhanna Sigurðardóttir verður alltaf mjög reið þegar hún heyrir á hana minnst. Hún snýst um það að beina sjónum að höfuðstólnum. Er hugsanlega hægt að minnka hann? Nú hefur hann vaxið óeðlilega mikið undanfarið, og það er einmitt rót vandans. Um 20% verðbólguskot og hrun gjaldmiðilsins var ekki það sem þorri heimila gekk út frá í sínum plönum. Hvort tveggja hefur hækkað höfuðstóla lánanna upp fyrir mörk allrar skynsemi. Einn flokkur hefur skotið því inn í umræðuna að skynsamlegt gæti verið í þessari stöðu að afskrifa lán allra heimila um 20%. Forsenda fyrir svona aðgerð, og algjört lykilatriði, er að erlendir kröfuhafar afskrifi lánin fyrst. Tvennt er fengið með þessu, ef vel tekst til: Stærstur hluti heimilanna losnar úr skuldafangelsi og sér áfram ástæðu til að greiða, með lækkaðri greiðslubyrði, af húsunum. Í öðru lagi kemst fjármagn á hreyfingu í þjóðfélaginu, neysla eykst og fjárfestingar, sem aftur vinnur gegn atvinnuleysi og stuðlar þar með að því að ennþá fleiri geti greitt af lánunum sínum. Kannski þarf að fara einhverja leið sem er útfærsla af öllu þessu, greiðsluaðlögun og afskriftum. En eitt er víst: Hrun blasir við. Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Út úr þessum ógöngum virðast vera tvær leiðir. Önnur leiðin snýst um greiðsluaðlögun, þar sem fólki er gefinn kostur á að lengja í lánunum, eða að borga bara vexti eða eitthvað slíkt. Allt eftir hentugleik. Svona aðlögun hefur vissulega ýmsa kosti. Hún lækkar greiðslubyrðina og getur hjálpað fólki að lifa sómasamlega frá degi til dags, en þegar öllu er á botninn hvolft verður þó tilveran líklega jafnnöturleg og áður. Höfuðstóllinn minnkar varla neitt. Svona greiðsluaðlögun gerir skuldafangelsið kannski aðeins meira kósí. Og þó. Það er spurning. Margir dæsa vafalítið við tilhugsunina um að velta á undan sér höfuðstól alla ævi, ofan í gröf, og puða allt sitt líf upp í vextina. Þá finnst örugglega mörgum betra að skila lyklunum í bankann, fara á leigumarkað eða einfaldlega flytja af landi brott. Hin leiðin er þess eðlis að Jóhanna Sigurðardóttir verður alltaf mjög reið þegar hún heyrir á hana minnst. Hún snýst um það að beina sjónum að höfuðstólnum. Er hugsanlega hægt að minnka hann? Nú hefur hann vaxið óeðlilega mikið undanfarið, og það er einmitt rót vandans. Um 20% verðbólguskot og hrun gjaldmiðilsins var ekki það sem þorri heimila gekk út frá í sínum plönum. Hvort tveggja hefur hækkað höfuðstóla lánanna upp fyrir mörk allrar skynsemi. Einn flokkur hefur skotið því inn í umræðuna að skynsamlegt gæti verið í þessari stöðu að afskrifa lán allra heimila um 20%. Forsenda fyrir svona aðgerð, og algjört lykilatriði, er að erlendir kröfuhafar afskrifi lánin fyrst. Tvennt er fengið með þessu, ef vel tekst til: Stærstur hluti heimilanna losnar úr skuldafangelsi og sér áfram ástæðu til að greiða, með lækkaðri greiðslubyrði, af húsunum. Í öðru lagi kemst fjármagn á hreyfingu í þjóðfélaginu, neysla eykst og fjárfestingar, sem aftur vinnur gegn atvinnuleysi og stuðlar þar með að því að ennþá fleiri geti greitt af lánunum sínum. Kannski þarf að fara einhverja leið sem er útfærsla af öllu þessu, greiðsluaðlögun og afskriftum. En eitt er víst: Hrun blasir við. Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun