Fótbolti

Berlusconi tilbúinn að berjast um Ronaldo

Ómar Þorgeirsson skrifar
Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. Nordicphotos/Gettyimages

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið en hann tilkynnti í viðtali á sjónvarpsstöðinni Mediaset í kvöld að hann væri tilbúinn að berjast við Real Madrid um kaup á Portúgalanum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

Hann sagði ennfremur að Ronaldo hefði áhuga á að koma til ítalska félagsins.

„Ég sagði Ronaldo að ég vildi sjá hann í búningi AC Milan og hann horfði á mig og sagði, hver vill ekki spila fyrir AC Milan?"

Ef af sölu á brasilíska snillingnum Kaka til Real Madrid frá AC Milan verður þá má teljast líklegt að AC Milan hafi fullar fúlgur fjár til þess að fjárfesta í nýjum leikmönnum, en Englandsmeistarar Manchester United munu væntanlega ekki taka kauptilboðum í Ronaldo fagnandi. Ekkert frekar en endalausum tilraunum Real Madrid undanfarin tvö sumur, sem hefur verið svarað með beinskeyttum hætti, þvert nei.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×