Barcelona hefur staðfest að fyrirliðinn Carles Puyol hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið til loka tímabilsins 2013.
Puyol var orðaður við Arsenal í haust en hann hefur verið í röðum Barcelona undanfarin fjórtán ár og útlit fyrir að hann muni leika allan sinn feril á Nou Camp.
Fram kom á heimasíðu Barcelona að aðilar hefðu samþykkt nýjan samning og að hann verði undirritaður á allra næstu dögum.
Puyol er 31 árs gamall og fór fyrir sínu liði á síðasta tímabili er það varð spænskur deildar- og bikarmeistari sem og Evrópumeistari.