Shirley MacLaine á Íslandi Gerður Kristný skrifar 2. mars 2009 06:00 Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Þessi snjalla leikkona blandast inn í fáránlegustu mistök sem ég hef gert í blaðamennsku og þar sem nú er runninn upp tími játninga læt ég hana flakka. Allir þurfa að hafa hreinan skjöld þegar stigið verður frá borði á strönd Nýja-Íslands. Nema hvað, ég fékk veður af því að kunningi minn hefði lánað manni nokkrum jeppann sinn til að fara á Snæfellsnes að skoða geimverur með Shirley MacLaine. Og ef það var ekki frétt! Þegar ég loks náði sambandi við ferðafélagann var leikkonan farin úr landi. Maðurinn var samt viðtalsefni og ég hélt á hans fund. Eftir að hafa rabbað saman um listsköpun hans og áhuga á geimverum spurði ég um hana Shirley. Ég fann fljótlega að hann vildi ekki tala mikið um þessa frægu vinkonu sína og reyndi því að fara fínlega í þær spurningar. Ég bar líka virðingu fyrir því að maðurinn skyldi vilja sýna vinkonu sinni trúnað og ekki vera með neitt gaspur. Þó fékk ég það upp úr honum að þetta væri ágætis manneskja og þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún kæmi hingað til lands. Ég var nokkuð upp með mér að geta verið fyrst til að segja frá þessum nýja Íslandsvini. Með viðtalinu var birt mynd af Shirley MacLaine þar sem hún sést dragfrín á leiðinni í einhverja veisluna í Hollywood. Ekki leið á löngu þar til viðmælandi minn hringdi. Viðtalið hafði komið honum nokkuð á óvart, enda hafði hann aldrei verið þeirrar gæfu njótandi að fá að hitta stjörnuna frægu. Ferðafélagi hans og sameiginleg áhugamanneskja um geimverur var áströlsk og hét Shirley MacLean eða eitthvað álíka. „Ég skildi heldur ekkert hvers vegna þú hafðir svona mikinn áhuga á henni," sagði maðurinn. Og ég auðvitað ekki heldur. Þarna höfðum við þá setið saman og talað sitt í hvora áttina eins og tvær geimverur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Þessi snjalla leikkona blandast inn í fáránlegustu mistök sem ég hef gert í blaðamennsku og þar sem nú er runninn upp tími játninga læt ég hana flakka. Allir þurfa að hafa hreinan skjöld þegar stigið verður frá borði á strönd Nýja-Íslands. Nema hvað, ég fékk veður af því að kunningi minn hefði lánað manni nokkrum jeppann sinn til að fara á Snæfellsnes að skoða geimverur með Shirley MacLaine. Og ef það var ekki frétt! Þegar ég loks náði sambandi við ferðafélagann var leikkonan farin úr landi. Maðurinn var samt viðtalsefni og ég hélt á hans fund. Eftir að hafa rabbað saman um listsköpun hans og áhuga á geimverum spurði ég um hana Shirley. Ég fann fljótlega að hann vildi ekki tala mikið um þessa frægu vinkonu sína og reyndi því að fara fínlega í þær spurningar. Ég bar líka virðingu fyrir því að maðurinn skyldi vilja sýna vinkonu sinni trúnað og ekki vera með neitt gaspur. Þó fékk ég það upp úr honum að þetta væri ágætis manneskja og þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún kæmi hingað til lands. Ég var nokkuð upp með mér að geta verið fyrst til að segja frá þessum nýja Íslandsvini. Með viðtalinu var birt mynd af Shirley MacLaine þar sem hún sést dragfrín á leiðinni í einhverja veisluna í Hollywood. Ekki leið á löngu þar til viðmælandi minn hringdi. Viðtalið hafði komið honum nokkuð á óvart, enda hafði hann aldrei verið þeirrar gæfu njótandi að fá að hitta stjörnuna frægu. Ferðafélagi hans og sameiginleg áhugamanneskja um geimverur var áströlsk og hét Shirley MacLean eða eitthvað álíka. „Ég skildi heldur ekkert hvers vegna þú hafðir svona mikinn áhuga á henni," sagði maðurinn. Og ég auðvitað ekki heldur. Þarna höfðum við þá setið saman og talað sitt í hvora áttina eins og tvær geimverur.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun