Óttast áform um ríkisumsjá fyrirtækja 3. apríl 2009 06:00 Bjarni Benediktsson Kveðst óttast þá lífsskoðun vinstrimanna að fyrirtæki séu betur komin hjá hinu opinbera en einstaklingum. fréttablaðið/anton stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags. Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhagslega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana. Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrirtæki teljist þjóðhagslega mikilvæg. Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega mikilvæg í skilningi laganna. Bjarni segir þingsins en ekki annarra að ákvarða slíka skilgreiningu. „Það sem maður óttast fyrst og fremst er að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórnvalda heldur en í höndum einstaklinganna. Þegar svona hugmyndir með svona opnar skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að hafa allan varann á.“ Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu gagnstæða. - bþs Kosningar 2009 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags. Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhagslega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana. Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrirtæki teljist þjóðhagslega mikilvæg. Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega mikilvæg í skilningi laganna. Bjarni segir þingsins en ekki annarra að ákvarða slíka skilgreiningu. „Það sem maður óttast fyrst og fremst er að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórnvalda heldur en í höndum einstaklinganna. Þegar svona hugmyndir með svona opnar skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að hafa allan varann á.“ Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu gagnstæða. - bþs
Kosningar 2009 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira