Ný framtíðarsýn 8. apríl 2009 06:00 Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar