Birkir og Höskuldur takast á um sæti Valgerðar 23. febrúar 2009 10:59 Birkir Jón og Höskuldur. Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti
Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira