Í kvöld varð ljóst að aðallið Svíþjóðar mætir B-landsliði þjóðarinnar í úrslitum á æfingamótinu sem stendur yfir í Malmö. A-landslið Svíþjóðar vann Túnis örugglega í kvöld.
Íslendingar munu því leika við Túnisa um þriðja sætið á morgun. Egyptaland og Kúveit leika um fimmta sætið.