Los Angeles Lakers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni. Liðið rúllaði yfir Phoenix í nótt og vann um leið sinn níunda leik í röð. Lakers varð aðeins þriðja liðið í vetur sem tekst að halda Suns undir 100 stigum.
Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers og Hennessy-maðurinn Ron Artest skoraði 15 stig og stal fimm boltum.
Amare Stoudamire var stigahæstur hjá Phoenix með 18 stig en Steve Nash skoraði 12 og gaf 10 stoðsendingar. Nash kominn með 11 tvöfaldar tvennur í vetur.
Suns byrjaði veturinn með látum, unnu 8 af fyrstu niu leikjum sínum. Síðan er liðið 7-5 og hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.
Úrslit næturinnar:
NY Knicks-NJ Nets 106-97
Milwaukee-Cleveland 86-101
Detroit-Washington 98-94
Sacramento-Miami 102-115
LA Lakers-Phoenix 108-88