Hófsamar jólagjafir fyrirtækja 30. desember 2009 05:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála. Jól Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála.
Jól Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira