Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallaði á eina fimm nýja leikmenn fyrir leikinn gegn Makedóníu sem fram fer ytra á miðvikudag.
Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru í leikbanni. Eiður Smári Guðjohnsen er meiddur og Theodór Elmar Bjarnason dró sig úr hópnum.
Þeir sem koma í staðinn eru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason.