Atlanta vann í nótt sinn fimmta sigur í NBA-deildinni í röð er liðið vann sigur á Portland, 99-95, í framlengdum leik.
Joe Johnson skoraði 35 stig í leiknum, þar af átta í framlengingunni. Josh Smith var með 20 stig og sextán fráköst.
Atlanta er nú í efsta sæti Austurdeildarinnar en liðið hefur unnið níu af ellefu leikjum sínum til þessa. Portland hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn í nótt.
Rudy Fernandez var stigahæstur hjá Portland með nítján stig, LaMarcus Aldridge var með átján og Brandon Roy sautján.
Dallas vann Milwaukee, 115-113, einnig í framlengdum leik. Dirk Nowitzky tryggði Dallas sigurinn með körfu í blálok framlengingarinnar.
Orlando vann Charlotte, 97-91. Þetta var fyrsti leikur Rashard Lewis eftir að hann tók út leikbann og skoraði hann tíu stig í leiknum.
NBA í nótt: Fimmti sigur Atlanta í röð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

