Zlatan Ibrahimovic fannst ekki mikið til frammistöðu AC Milan koma er liðið tapaði, 4-0, fyrir hans gamla félagi, Inter, á dögunum.
Zlatan kom til Barcelona frá Inter í sumar í skiptum fyrir Samuel Eto'o.
Þó virtist ekki að Inter hafi saknað hans þar sem liðið átti í litlum vandræðum með erkifjendur sínar í leiknum.
„Ég sá mína gömlu liðsfélagana í borgarslagnum," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla. „Það kom mér eiginlega mest á óvart að sjá Milan í leiknum. Það er ótrúlegt að sjá í hvaða stöðu liðið er."
Jose Mourinho, stjóri Inter, var svo á leik Barca gegn Sporting Gijon á mánudagskvöldið þar sem Zlatan skoraði eitt marka sinna manna í 3-0 sigri. Í síðustu viku drógust Inter og Barcelona saman í riðil í Meistaradeild Evrópu.
„Ég veit að hann var á Nou Camp til að fylgjast með okkur. Hann mun leggja mikla vinnu í að skoða hvernig hann getur stöðvað okkur."