Körfuboltalandslið karla tapaði fyrir Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum í morgun og endar í þriðja sæti keppninnar. UM lokaleik liðsins var að ræða en Lúxemborgar unnu átta stiga sigur, 74-66.
Ísland var tveimur stigum undir í hálfleik, 33-31.
Sigurður Þorsteinsson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska landsliðinu með 9 stig hvor. Páll Axel Vilbergsson, Þorleifur Ólafsson og Pavel Ermolinskji skoruðu allir 8 stig hver.

