Markvörðurinn Christian Abbiati hjá AC Milan leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik um helgina.
Abbiati hefur verið fyrsti kostur í markið hjá Carlo Ancelotti í vetur en hann hefur gengist undir aðgerð og kemur ekki meira við sögu á leiktíðinni.
Nú er ljóst að Ancelotti verður að leita til Brasilíumannsins Dida sem varið hefur mark liðsins undanfarin ár. Dida hefur reyndar varið mark Milan í Evrópukeppninni í vetur.