Nú er lið að Neytendastofu Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. maí 2009 00:01 Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun