Fótbolti

Chelsea gæti bundið enda á feril Mutu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adrian Mutu er í vondum málum.
Adrian Mutu er í vondum málum.

Rúmenski knattspyrnumaðurinn, Adrian Mutu, er í vondum málum. Ef hann greiðir Chelsea ekki rúmar 17 milljónir evra fyrir mánudag gæti knattspyrnuferill hans verið á enda.

Íþróttadómstóll skikkaði Mutu til þess að greiða þessa upphæð í bætur til Chelsea vegna kókaínmálsins á sínum tíma.

Ef hann greiðir síðan ekki sektina þá gæti Chelsea farið fram á það við FIFA að Mutu verði settur í bann og þá er líklegt að ferill hans sé á enda.

Mutu og félag hans, Fiorentina, leita allra leiða til þess að klóra sig út úr málinu þessa dagana en eru að falla á tíma. Þeir hafa leitað til UEFA og íhuga að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn.

Chelsea er ekki sagt vera í neinum sáttahug í málinu. Annað hvort borgi Mutu eða félagið geri allt sem það geti til að binda enda á feril leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×