NBA í nótt: Shaq vann Kobe Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2009 09:09 Shaq verst hér Kobe í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Phoenix vann í nótt sigur á LA Lakers, 118-111, þar sem gömlu samherjarnir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant voru í aðalhlutverkum. Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 49 stig en það dugði ekki til. Shaquille O'Neal átti ekki síður góðan leik en hann skoraði 33 stig. Það var annar leikurinn í röð sem hann skorar minnst svo mörg stig en hann var með 45 stig í sigri Phoenix á Toronto á föstudagskvöldið. O'Neal verður 37 ára gamall á föstudaginn og er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar, 35 ára og eldri, til að skora minnst 33 stig í tveimur leikjum í röð. Hinir eru Michael Jordan, Karl Malone og Alex English. „Þetta er það sem ég geri," sagði Shaq eftir leikinn. „Ég er búinn að vera að gera þetta síðan 1992. Ef þú trúir mér ekki prófaðu að gúgla mig." „Það eru margir sem héldu að ég væri búinn að missa það. Sem mér finnst hálffyndið. Þegar ég segist vera meiddur trúir mér enginn. En ég var meiddur á síðasta tímabili og nú líður mér nokkuð vel." Matt Barnes bætti við 26 stigum fyrir Phoenix, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Phoenix sem þó lék án Steve Nash sem er frá vegna meiðsla. Pau Gasol var með 30 stig fyrir Lakers sem tapaði sínum öðrum leik í röð en þetta var aðeins í þriðja skiptið á tímabilinu sem það gerist. Houston vann Minnesota, 105-94. Yao Ming var með sautján stig, ellefu fráköst og sex varin skot fyrir Houston. New Orleans vann New Jersey, 99-96. David West var með 32 stig og Chris Paul stal tveimur boltum á lokamínútunni sem færði New Orleans sigur í leiknum. Portland vann San Antonio, 102-84. Brandon Roy og LaMarcus Aldridge voru með 26 stig hvor en Tim Duncan lék með San Antonio á ný í nótt eftir fjarveru vegna meiðsla. Indiana vann Denver, 100-94. Jarrett Jack var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Indiana og Troy Murphy bætti við 22 stig og tók sautján fráköst. Önnur úrslit næturinnar: Boston - Detroit 95-105 Atlanta - Cleveland 87-88 Dallas - Toronto 109-98 Golden State - Utah 104-112
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira