Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. mars 2009 00:01 Íslendingar verða að vera opnir fyrir öllum möguleikum í gjaldeyrismálum, segir efnahagsráðgjafi. Mynd/Valli „Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin. Markaðir Viðskipti Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira