NBA í nótt: Shaq og LeBron töpuðu fyrir Charlotte - Melo með 50 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 11:00 Shaq og LeBron í leiknum í nótt. Mynd/AP Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira