Fótbolti

Berlusconi: Ég gæti aldrei selt Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berlusconi afhendir Ambrosini bikar.
Berlusconi afhendir Ambrosini bikar. Mynd/AFP

Forseti AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, segir ekkert hæft í þeim sögum að hann ætli sér að selja Mílanó-liðið. Hann segist ekki geta hugsað sér það.

Hann segir að það gæti enginn hugsað eins vel um félagið og hann hefur gert síðan 1986 er hann keypti félagið.

Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Berlusconi íhugi að selja mönnum í Líbýu félagið þar sem Gaddafi átti að vera aðalmaðurinn. Því neitar Berlusconi.

„Fyrir þann sem er ástfanginn þá er engin upphæð nógu há. Það er aðeins ástin sem sigrar. Ég myndi aðeins selja Milan ef ég finndi mann sem gæti séð eins vel um félagið og ég," sagði Berlusconi.

„Ég hef ekki enn hitt þann mann. Sumir hafa nefnt Abramovich. Ég held að Chelsea sé alveg nóg fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×