Barcelona náði aftur sex stiga forskoti í spænsku deildinni í kvöld er liðið kjöldró lið Sevilla á Nou Camp. Lokatölur 4-0.
Andres Iniesta kom Barca yfir á 3. mínútu. Samuel Eto´o bætti marki við á 17. mínútu.
Barca byrjaði vel í síðari hálfleik og Xavi skoraði á 49. mínútu og Thierry Henry skoraði lokamarkið á 54. mínútu.
Barcelona lék frábærlega í kvöld og lítur virkilega vel út þessa dagana sem eru ekki sérstök tíðindi fyrir Chelsea.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona í kvöld.
Úrslit kvöldsins í spænska boltanum:
Barcelona-Sevilla 4-0
Real Betis-Valencia 1-2
Ricardo Oliveira - David Villa 2.
Osasuna-Malaga 2-3
Jaroslav Plasil, Javad Nekounam - Apono, Lolo, Salvador Vialcho.