Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði SönderjyskE, skoraði eina mark sinna manna er það tapaði, 2-1, fyrir FC Kaupmannahöfn á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Sölvi jafnaði metin með marki á 42. mínútu leiksins en sigurmark FCK kom á lokamínútu venjulegs leiktíma.
SönderjyskE er í neðsta sæti deildarinnar með sautján stig eftir 23 leiki en á þó enn möguleika á að bjarga sér frá falli.
FCK er nú með þriggja stiga forystu á Bröndby á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á þó leik til góða.