LA Lakers er komið með 2-1 forystu í einvígi liðsins í úrslitum vesturstrandarinnar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að liðið vann Denver á útivelli í nótt, 103-97.
Denver var lengst af með undirtökin í leiknum en munurinn var aldrei meiri en átta stig. Lakers náði þó að jafna metin og komast yfir þegar um sjö mínútur voru eftir.
Leikurinn var í járnum alveg þar til á lokamínútunni. Þá setti Kobe Bryant niður afar mikilvægan þrist. Þegar rúm hálf mínúta var eftir og Lakers með tveggja stiga forystu náði Trevor Ariza að stela boltanum eftir innkast Denver og fiska villu á Carmelo Anthony.
Anthony var þar með kominn með sex villur og Ariza náði að auka muninn í fjögur stig á vítalínunni. Bryant fór tvisvar aftur á vítalínuna á lokasekúndum leiksins og tryggði sínum mönnum dýrmætan sigur á heimavelli Denver.
Kobe Bryant skoraði 41 stig fyrir Lakers, Pau Gasol 20 og Ariza sextán. Anthony skoraði 21 stig fyrir Denver og Chauncey Billups átján.
Lakers hefndi ófaranna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn






Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn
Fleiri fréttir
