NBA í nótt: Boston vann toppslaginn í Austrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2009 11:00 LeBron James og Ray Allen ræða við einn dómara leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Sjá meira
Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Sjá meira