Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki 13. apríl 2009 18:38 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins. Kosningar 2009 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins.
Kosningar 2009 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira