Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum 25. mars 2009 16:18 Gylfi Arnbjörnsson Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Sjá meira
Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47
Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20