Ruud van Nistelrooy meiddist enn á ný í leik með Real Madrid í gær. Hann var nýbyrjaður að spila eftir níu mánaða fjarveru vegna erfiðra hnémeiðsla.
Hann kom inn á sem varamaður í leik Real Madrid og Xerex í spænsku úrvalsdeildinni í gær og skoraði eitt marka Real í 5-0 sigri.
Nistelrooy meiddist á lærvöðva þegar hann skoraði markið og verður af þeim sökum frá næstu sex vikurnar, samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu félagsins.