NBA lið Toronto Raptors setti met í síðustu viku þegar Jose Calderon skoraði þriggja stiga körfu í leik liðsins gegn Minnesota Timberwolves.
Þetta var 837. leikurinn í röð sem Toronto skorar þriggja stiga körfu, sem er NBA met.
Þessi mikla rispa byrjaði einmitt með þriggja stiga körfu Vince Carter gegn Minnesota í febrúar árið 1999 og því hefur liðið skorað þrist í hverjum einasta leik í tíu ár.
Lið Dallas Mavericks er ekki langt á eftir Toronto hvað þetta snertir, því Dallas hefur skorað eina eða fleiri þriggja stiga körfur í síðustu 830 leikjum sínum.