Sex töp í átta leikjum hjá Boston 8. janúar 2009 09:39 Yao Ming og félagar sóttu sigur til Boston AP Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State. NBA Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Meistarar Boston Celtics töpuðu enn einum leiknum í NBA deildinni í nótt þegar þeir fengu Houston Rockets í heimsókn. Houston hafði líka átt í vandræðum í síðustu leikjum en sigraði 89-85. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston rétt eins og Paul Pierce í liði heimamanna, en Boston hefur nú tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir 19 leikja sigurgöngu. Þegar sagan er skoðuð má reyndar sjá að mörg af þeim liðum sem hafa náð í kring um 20 leikja sigurgöngum hafa oftar en ekki átt erfitt uppdráttar þegar þau loks töpuðu. Þannig tapaði Houston einmitt 5 af næstu 8 leikjum sínum eftir að það vann 22 leiki í röð á síðustu leiktíð, en það var næstlengsta sigurganga allra tíma í NBA deildinni. Chris Paul reynir að verja skot frá Deron Williams í nóttAP Ólympíufararnir Deron Williams og Chris Paul háðu ellefta einvígi sitt á ferlinum sem atvinnumenn þegar lið þeirra Utah og New Orleans mættust í Salt Lake City. Deron Williams mætti veikur til leiks og skoraði aðeins 8 stig og gaf 8 stoðsendingar en það kom ekki að sök því Utah vann auðveldan sigur 116-90. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans en Paul Millsap skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah. Deron Williams hefur haft betur í 9 af 11 viðureignum þeirra félaga, sem almennt eru álitnir bestu ungu leikstjórnendur deildarinnar. Orlando hafði betur gegn Atlanta á útivelli í uppgjöri tveggja liða sem eru á mikilli uppleið í Austurdeildinni. Dwight Howard var frábær að venju hjá Orlando og skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst, en Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Cleveland burstaði Charlotte 111-81. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland en Raymond Felton 15 fyrir Charlotte. Toronto lagði Washington úti 99-93. Andrea Bargnani skoraði 25 stig fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison 32 fyrir Washington. New Jersey skellti Memphis á heimavelli 100-89. OJ Mayo skoraði 26 stig fyrir Memphis en Vince Carter skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Jersey. Danny Granger og Mike Dunleavy fagna flautukörfu þess fyrrnefnda í sigrinum á PhoenixAP Denver vann fimmta leikinn í röð þegar það lagði Miami 108-97. Dwyane Wade skoraði 31 stig fyrir Miami en Linas Kleiza og Chauncey Billups skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver, sem lék án Carmelo Anthony sem er meiddur næstu vikurnar. Philadelphia lagði Milwaukee á útivelli 110-105. Andre Miller skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia en Richard Jefferson skoraði 27 fyrir Milwaukee. Indiana vann nokkuð óvæntan útisigur á Phoenix 113-110. Danny Granger skoraði sigurkörfu Indiana um leið og lokaflautið gall. Granger skoraði 37 stig fyrir Indiana en Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix. Portland vann naumam heimasigur á Detroit 84-83. Tayshaun Prince skoraði 26 stig fyrir Detroit en LaMarcus Aldridge var með 26 hjá heimamönnum.Þá vann LA Lakers sigur á Golden State á útivelli 114-106. Pau Gasol skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Lakers en Jamal Crawford var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State.
NBA Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira