Marcelo skoraði eina mark leiksins er Real Madrid vann 1-0 útisigur á Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 78 stig en Real Madrid er í því öðru sex stigum á eftir.
Sevilla er svo í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig, 21 stigi á eftir Barcelona.