Það er útlit fyrir æsispennandi lokasprett á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en aðeins tvö stig skilja að efstu fjögur lið deildarinnar.
Topplið Wolfsburg steinlá fyrir Stuttgart á útivelli, 4-1. Fyrir leiki dagsins var Wolfsburg með þriggja stiga forystu á Bayern München en liðin eru nú jöfn að stigum eftir að Bayern vann 3-1 sigur á Cottbus á útivelli.
Wolfsburg og Bayern eru með 60 stig á toppnum en næst kemur Hertha Berlín með 59 stig en liðið vann 2-0 sigur á Bochum í dag.
Stuttgart er svo í fjórða sætinu með 58 stig.
Jose Ernesto Sosa, Martin Demichelis og Lukas Podolski skoruðu mörk Bayern í dag. Franck Ribery var varamaður í leiknum og kom inn á á 56. mínútu.
Bayern upp að hlið Wolfsburg
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
