Zinedine Zidane, einn aðstoðarmanna Florentino Perez, forseta Real Madrid, segir að félagið hafi ekki gefist upp á að kaupa Franck Ribery frá Bayern München.
Ribery hefur undanfarið verið orðaður við Manchester United, Chelsea og Barcelona auk Real en Bayern er sagt vilja halda honum í sínum röðum.
Spænskir fjölmiðlar hafa sagt að svo gæti farið að Real Madrid sé reiðubúið að bjóða um 70 milljónir punda í franska landsliðsmanninn.
„Við munum gera það sem þarf til að fá Ribery til Real Madrid. Það er skoðun mín og Florentino Perez."
